Breytt landslag í kringum Eiffel-turninn

Vinningstillagan um umhverfi Eiffel-turnsins.
Vinningstillagan um umhverfi Eiffel-turnsins. Gustafson Porter and Bowman

Eiffel-turninn umkringdur garði er verkefni sem kynnt var til sögunnar á þriðjudag af borgarstjóranum í París, Anne Hidalgo, en áætlað er að verkið kosti 72 milljónir evra í framkvæmd.

Um er að ræða stærstu garða Parísarborgar og er þeim ætlað að bæta umhverfið í kringum eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Frakklandi. Um samkeppni var að ræða og er vinningstillagan hönnuð af bandaríska arkitektinum Kathryn Gustafson.

AFP

Tillagan gerir ráð fyrir 1,6 km löngu grænu svæði í kringum turninn þar sem gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk á greiðan aðgang að turninum. 

Sjá nánar hér

Um sex milljónir heimsækja turninn á ári hverju og er oft þröng á þingi.

Gustafson starfar hjá arkitektastofunni Gustafson Porter and Bowman í London. Í viðtali við Le Parisien segir hún nauðsynlegt að endurhugsa aðgengi gangandi og hjólandi víða samfara breyttum ferðamátum fólks.

Í tillögunni er svæðið allt í kring, Place du Trocadéro, Palais de Chaillot, Pont d’Iéna, Champ de Mars og Ecole Militaire, hluti af skipulaginu. Til að mynda verður umferð bifreiða um brúna yfir Signu, Pont d'Iéna, annarra en almenningssamgöngutækja og neyðarlínu bönnuð.

Á vefnum The Local er hægt að lesa nánar um þessar breytingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert