Átök vegna fjöldamótmæla í Hong Kong

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong í dag en hundruð þúsunda mótmæltu lagafrumvarpi sem talið er að auðveldi kínverskum yfirvöldum að herja á pólitíska andstæðinga sína.

Heim­il­ar frum­varpið framsal brota­manna frá Hong Kong til meg­in­lands Kína.

Lögregla beitti kylfum og piparúða gegn mótmælendum en þeir segja frumvarpið vera upphafið að endalokum Hong Kong eins og það er í dag.

Samkvæmt frétt AFP hentu mótmælendur flöskum í átt að lögreglu.

Hong Kong var áður und­ir breskri stjórn, en frá 1997 hef­ur landið verið hluti af Kína, þó und­ir meg­in­regl­unni „eitt land, tvö kerfi.“ Hong Kong hef­ur gert framsals­samn­inga við 20 ríki, meðal ann­ars Bret­land og Banda­rík­in, en eng­inn slík­ur samn­ing­ur er í gangi við Kína, þrátt fyr­ir viðræður þess efn­is und­an­farna tvo ára­tugi.

Til átaka kom í Hong Kong í dag.
Til átaka kom í Hong Kong í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert