400 handteknir í mótmælum í Moskvu

Lögregla handtekur mótmælendur. Rúmrlega 400 þátttakendur í mótmælum í miðborg ...
Lögregla handtekur mótmælendur. Rúmrlega 400 þátttakendur í mótmælum í miðborg Moskvu voru handtekni rí dag. AFP

Rúmlega 400 manns hafa verið handtekin fyrir að taka þátt í mótmælagöngu í miðborg Moskvu og er Al­ex­ei Navalny, leiðtogi rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar, í hópi þeirra. Var handtökunum ætlað að leysa upp gönguna, sem efnt hafði verið til til að hvetja til pólitískra umbóta í kjölfar þess að rann­sókn­ar­blaðamaður­inn Ivan Golunov var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa verið sakaður um fíkniefnasölu.

AFP-fréttveitan segir handtöku Golunov hafa vakið reiði hjá mörgum Rússum, sem hafi með mótmælunum viljað þrýsta a raunverulegar umbætur á spilltu dóms- og réttarkerfi landsins. Golunov var sleppt úr haldi í gær.

Mótmælendur koma saman í miðborg Moskvu.
Mótmælendur koma saman í miðborg Moskvu. AFP

Mun minni hópur mótmælenda tók þátt í mótmælunum í dag, en þann dag fagna Rússar þjóðhátíðadegi sinum og voru ekki allir sáttir við að mótmælt yrði þann dag.

Segir AFP óeirðalögreglu hafa tekið harkalega á sumum mótmælendum og hafa barið aðra með lögreglukylfum, en nokkrir mótmælendur hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Sagði lögregla fyrr í dag að um 1.200 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum og að um 200 þeirra hefðu verið handteknir.

Að sögn talskonu Navalnys á hann allt að 30 daga fangavist yfir höfði sér.

mbl.is
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...