Skógur í miðborg Parísar

Palais Garnier í níunda hverfi - tölvuteikning af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Palais Garnier í níunda hverfi - tölvuteikning af fyrirhuguðum framkvæmdum. Ville de Paris/Apur/Luxigon

Borgarstjórinn í París hefur undanfarin ár boðað ýmis græn skref í þá átt að gera borgina grænni og meira aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi íbúa hennar. Nú er stefnt að skógi í miðborginni en aðgerðirnar eru liður í baráttu Parísarborgar gegn loftslagsvá sem blasir við. 

Svæðin sem taka á í gegn eru meðal annars við skrifstofu borgarstjóra í fjórða hverfi, Hôtel de Ville, lestarstöðina í 12. hverfi, Gare de Lyon, Garnier höllina í 9. hverfi, Palais Garnier, og bakkar Signu að hluta.

Hôtel de Ville í fjórða hverfi eftir breytingar.
Hôtel de Ville í fjórða hverfi eftir breytingar. Ville de Paris/Apur/Luxigon

Þetta kemur fram í viðtali við Anne Hidalgo borgarstjóra í Le Parisien í gær. Þar kemur meðal annars fram að framkvæmdum á að vera lokið á næsta ári.

Við Hôtel de Ville og Gare de Lyon stendur til að útbúa þéttbýlisskóga yfir bílastæðin sem og bak við byggingarnar. Eins verður fjölda trjáa gróðursettur við götur eins og Rue Louis-Blanc (10. hverfi) og Boulevard Pasteur (15. hverfi). Göngustígur verður lagður milli tveggja stórra almenningsgarða í 19. hverfi, La Villette og Buttes-Chaumont, þar sem áherslan verður á gróðursæld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert