Útiloka íkveikju í Notre-Dame

Viðgerðir standa yfir í Notre-Dame eftir að elds­voði eyðilagði hluta …
Viðgerðir standa yfir í Notre-Dame eftir að elds­voði eyðilagði hluta kirkj­unn­ar fyr­ir rúmum tveim­ur mánuðum. AFP

Sígarettuglóð eða galli í rafmagnsleiðslum kann að hafa valdið brunanum í Notre-Dame dómkirkjunni í apríl. Þetta er mat saksóknara í París, sem hefur útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. 

Fram kemur í tilkynningu að við rannsókn á upptökum eldsins hafi margar kenningar komið fram, meðal annars hvort kviknað hafi í út frá rafmagni eða sígarettuglóð. Niðurstaða rannsakenda er að ekki leikur grunur glæpsamlegu athæfi í tengslum við upptök eldsins í kirkjunni. 

Framkvæmdir stóðu yfir við Notre-Dame þegar eldurinn kom upp í vor og hefur Þetta hef­ur verktak­inn sem sá um fram­kvæmd­ina viður­kennt að verka­menn sem unnu að viðgerðunum virtu reyk­inga­bann að vett­ugi. Hann neit­ar því þó að tengsl séu á milli þessa og brun­ans sem varð í kirkj­unni.

mbl.is