Túristavagnar bannaðir í París

Frá París.
Frá París. AFP

Til stendur að banna sérstaka túristavagna í París. Um er að ræða strætisvagna sem gjarnan eru á tveimur hæðum og keyra um borgina með ferðamenn, en Reykvíkingar ættu að vera slíkum vögnum kunnugir.

Emmanuel Gergoire, aðstoðarborgarstjóri Parísar, segir í samtali við dagblaðið Le Parisien að ætlunin sé að fá ferðamenn til að ganga, hjóla eða nýta sér hefðbundnar almenningssamgöngur. Ferðamannavagnarnir séu fyrirferðarmiklir á götum borgarinnar og jaðri við að algjört stjórnleysi ríki í kringum helstu áfangastaði vagnanna, túristaperlur a borð við Eiffel-turninn.

Borgarstjórn bíður þess að nýtt frumvarp um samgöngur verði samþykkt í franska þinginu en það gefur sveitarstjórnum auknar valdheimildir til að takmarka bílaumferð og stjórna umferð nýrra fararskjóta svo sem leiguhjóla og rafhlaupahjóla sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur í mörgum stórborgum á undanförnum misserum.

Umferð rúta var bönnuð í miðborg Reykjavíkur sumarið 2017, en þeim er þó áfram heimilt að keyra stærri götur líkt og Lækjargötu.

„Ferðamenn geta gert eins og aðrir, og skipt yfir í umhverfisvænni ferðamáta eða tekið almenningssamgöngur,“ bætir Gregoire við. „Við þurfum breytingar!“ Leggur hann til að leiðsögumenn aðlagist breytingunum með því að bjóða upp á hjólaferðir eða gönguferðir.

Þrátt fyrir óeirðir gulvestunga sem settu svip sinn á borgina síðastliðið haust, var met sett í París og sóttu 50 milljónir ferðamanna höfuðborgarsvæði Frakka heim í fyrra, samanborið við 48 milljónir árið áður.

Tveggja hæða rúturnar eru algeng sjón í miðborg Reykjavíkur. Hér ...
Tveggja hæða rúturnar eru algeng sjón í miðborg Reykjavíkur. Hér virða ferðamenn fyrir sér hið þekkta kennileiti „niðurrifið Íslandsbankahús“. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...