Styðja flokkinn fari Bretland úr ESB

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Verði Boris Johnson næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands og takist honum í kjölfarið að leiða Breta úr Evrópusambandinu fyrir 31. október myndu þeir kjósendur flokksins, sem að undanförnu hafa lýst yfir stuðningi við Brexit-flokkinn í skoðanakönnunum, upp til hópa styðja hann á nýjan leik.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Orb International framkvæmdi fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph. Kannanir hafa sýnt mikinn og vaxandi stuðning við Brexit-flokkinn, sem stofnaður var fyrr á þessu ári og lýtur forystu Nigels Farage, undanfarna mánuði og þá einkum á kostnað Íhaldsflokksins.

Þannig myndu 92% kjósenda Íhaldsflokksins styðja flokkinn í næstu þingkosningum ef Bretland fer úr Evrópusambandinu 31. október en 5% Brexit-flokkinn. Verði Bretar ekki komnir úr sambandinu á þeim tímapunkti munu aðeins 56% kjósenda Íhaldsflokksins styðja flokkinn en 35% Brexit-flokkinn samkvæmt könnuninni.

Fram kemur í frétt blaðsins að niðurstöður könnunarinnar sýni hversu mjög gott gengi Íhaldsflokksins í næstu þingkosningum hvíli á því að næsta leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Bretlands takist að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu fyrir 31. október. Tilkynnt verður 22. júlí hver verði næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.

Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda sem félagar í Íhaldsflokknum kjósa á milli í póstkosningu, Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, og Jeremy Hunt, núverandi ráðherra utanríkismála. Báðir hafa þeir lagt áherslu á það að þeir séu best til þess fallnir að leiða Breta út úr Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...