Acosta hættir í kjölfar mansalmáls

Donald Trump og Alexander Acosta við afsögn hins síðarnefnda í ...
Donald Trump og Alexander Acosta við afsögn hins síðarnefnda í dag. AFP

Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Alexander Acosta, hefur nú tilkynnt um afsögn sína. Ýmsir stjórnmálamenn og réttindasamtök í Bandaríkjunum kröfðust afsagnar hans, eftir að í ljós kom að Acosta hafði sem saksóknari gert samkomulag við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein árið 2008, en hinn síðarnefndi hafði verið ákærður fyrir barnaníð. 

Acosta átti þátt í því að alríkisyfirvöld gerðu samkomulag við Epstein árið 2008, þegar hann var fyrst sakaður um mannsal og kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri. Epstein hefur nú verið ákærður í New York-ríki fyrir að eiga samræði við stúlkur undir lögaldri, mansal og skipulagningu mannsals. 

Acosta hafði verið saksóknari fyrir alríkisyfirvöld í Flórída-ríki í rúman áratug þegar hann bauð Epstein samkomulagið árið 2008. Í því fólst að Epstein gengist við tveimur minniháttar brotum sem ekki færu fyrir alríkidómstól heldur dómstól innan Flórída-ríkis. Hann fékk 18 mánaða fangelsisdóm og fékk til að mynda að starfa á skrifstofu sinni sex daga vikunnar. Þá var fórnarlömbum hans ekki tilkynnt um samkomulagið.  

Acosta hefur varið sinn þátt í rannsókninni árið 2008 sem leiddi til samkomulagsins. Sagði hann samkomulagið hafa verið einu leiðina til að tryggja að Epstein sæti inni og myndi þurfa að skrá sig sem kynferðisbrotamann. 

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...