„Slátr­ar­inn frá Bosn­íu“ veiktist

Grafreitur þeirra sem féllu í þjóðarmorðunum í borginni Srebrenica árið ...
Grafreitur þeirra sem féllu í þjóðarmorðunum í borginni Srebrenica árið 1995. AFP

Fyrr­ver­andi her­for­ingi Bosn­íu-Serba, Rat­ko Mla­dic, einnig þekktur sem „Slátr­ar­inn frá Bosn­íu“ var lagður inn á sjúkrahús nýverið. Hann hlaut lífstíðardóm fyrir stríðsglæpa­dóm­stólnum í Haag árið 2017 árum og situr nú í fangelsi.

Heilsu hans hrakaði á dögunum og var hann fluttur á sjúkrahús. Eftir athugun lækna og stutta vist á sjúkrahúsi var hann sendur aftur í fangaklefa sinn. Sonur hans Darko Mladic kvað föður sinn hressan og í góðu jafnvægi eftir að hann kom aftur í fangelsið. Ekki fékkst uppgefið hvað amaði að manninum. 

Mladic sem er 76 ára gamall bíður enn eftir að mál hans verði tekið upp að nýju en hann áfrýjaði dómnum í mars árið 2018 og fer fram á að hann verði sýknaður af öllum ákærum. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð stríðunum sem geisuðu á Balk­anskag­an­um í lok 20. ald­ar. Mladic var handtekinn árið 2011 vegna gruns um fyrrgreinda glæpi.  

Ákær­an á hend­ur hon­um var í ell­efu liðum. Þar á meðal fyr­ir glæpi gegn mann­kyn­inu. Hann var sak­felld­ur fyr­ir fjölda­morð á rúm­lega sjö þúsund múslim­um í Bosn­íu, karl­mönn­um og drengj­um, í borg­inni Srebr­enica árið 1995 og umsátrið um borg­ina Saraj­evo þar sem yfir 10 þúsund manns létu lífið.

  

Fyrr­ver­andi her­for­ingi Bosn­íu-Serba Rat­ko Mla­dic er einnig þekktur sem „Slátr­ar­inn ...
Fyrr­ver­andi her­for­ingi Bosn­íu-Serba Rat­ko Mla­dic er einnig þekktur sem „Slátr­ar­inn frá Bosn­íu“ AFP
mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...