Stakk af og sótti um hæli

Þota utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif.
Þota utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif. AFP

Íranskur blaðamaður, sem var í fylgd með Javad Zarif utanríkisráðherra þegar hann heimsótti Svíþjóð í síðustu viku, hefur sótt um hæli í Svíþjóð. Þetta kemur fram í frétt sænska ríkissjónvarpsins og vísað í fréttir þýskra og íranskra fjölmiðla.

Samkvæmt fréttinni á blaðamaðurinn að hafa sagt að hann ætlaði út að reykja en síðan ekki sést meira. Hann hafi síðan sótt um hæli í Svíþjóð. 

Ritstjórn Moj News, þar sem hann starfar í Tehran, hefur ekki viljað staðfesta fréttir um flótta blaðamannsins. Það eina sem þau geti sagt er að hann hafi ekki flogið heim með sendinefnd utanríkisráðherrans. Utanríkisráðuneytið hefur neitað að tjá sig. 

Blaðamaðurinn skrifar aftur á móti sjálfur á Twitter að allir eigi rétt á að taka ákvarðanir varðandi líf sitt. 

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert