Ofurhugi lést við skógarhögg

AFP

Slóveni sem varð fyrstur manna til þess að skíða niður hæsta fjall heims, Everest, lést í gær við skógarhögg. Davo Karniča, sem var 56 ára gamall, starfaði við skógarhögg í Jezersko-héraði í Norður-Slóveníu, en varð fyrir því óhappi að tré féll á hann með þessum hörmulegu afleiðingum.

Karniča skíðaði niður Everest árið 2000 en hann lét það ekki nægja heldur afrekaði hann að skíða niður hæstu fjöll í sjö heimsálfum. Árið 1995 skíðaði hann niður Annapurna ásamt bróður sínum og í Evrópu skíðaði hann meðal annars niður norðurhlið Eiger og austurhlið Matterhorn.

En árið 2017 mistókst tilraun hans til þess að skíða niður K2 vegna slæms veðurs og bakmeiðsla. 

Hér er hægt að lesa um afrek hans á Wikipedia

mbl.is