Segja mótmælendur í Hong Kong hafa sætt pyntingum

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk yfirvöld og lögregluna í Hong …
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk yfirvöld og lögregluna í Hong Kong um að pynta og misþyrma mótmælendum í borginni. AFP

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk yfirvöld og lögregluna í Hong Kong um að pynta og misþyrma mótmælendum í borginni. Í skýrslu samtakanna sem birt var í gær er rætt við tuttugu einstaklinga sem hafa verið handteknir frá því að mótmælin hófust fyrir um fjórum mánuðum. Auk þess er rætt við lögfræðinga og heilbrigðisstarfsfólk. 

Átök milli mótmælenda og lögreglu frá því að mótmælin hófust, en uppaf þeirra má rekja til laga­frum­varps sem heim­ila átti framsal meintra brota­manna til meg­in­lands Kína, en þróuðust síðan upp í ákall um aukn­ar lýðræðis­um­bæt­ur og að kín­versk stjórn­völd létu borg­ina af­skipta­lausa. 1.300 manns hafa verið handteknir frá því að mótmælin hófust. 

Niðurstöðurnar eru afgerandi að mati Nicholas Bequelin, yfirmanns Amnesty í Austur-Asíu. „Lögregluyfirvöld í Hong Kong hafa hagað sér með óviðeigandi og ólögmætum hætti gagnvart fólki sem tekur þátt í mótmælunum,“ segir hann. 

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að lögreglumenn hafi handtekið fólk af handahófi og veitt því líkamlega áverka bak við luktar dyr. Af þeim 21 sem rætt er við í skýrslunni þurftu 18 að leita læknisaðstoðar eftir samskipti þeirra við lögreglu. 

Lögregluyfirvöld í Hong Kong hafna öllum ásökunum sem koma fram í niðurstöðum skýrslunnar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að allir lögreglumenn fái mikla þjálfun í að sýna aga og stillingu þegar þeir þurfa að beita valdi.

mbl.is