Hjákona konungs svipt titlum sínum

Maha Vajiralongkorn konungur Taílands eða Rama X eins og opinbert …
Maha Vajiralongkorn konungur Taílands eða Rama X eins og opinbert nafn hans er, ásamt Sineenat Wongvajirapakdi, sem þekkt er sem Koi, fyrrum hjákonu sinni. AFP

Konungur Taílands, Maha Vajiralongkorn eða Rama X hefur svipt hjákonu sína Sineenat Wongvajirapakdi öllum titlum og fríðindum auk þess að fordæma hegðun hennar opinberlega. Ástæðu þessa segir konungur vera vanþakklæti og óhóflega metorðagirnd hennar.

Wongvajirapakdi, sem gengur undir gælumnafninu Koi starfaði áður sem flugmaður, hjúkrunarfræðingur og lífvörður. Hún var fyrsta konan í um 100 ár  sem fékk titilinn „Konunglegur maki“ í Taílandi, en titilinn fékk hún á 67 ára afmælisdegi konungs í sumar. Það er ekki óþekkt í sögunni að Taílandskonungar taki sér opinberlega hjákonur, en Rama X giftist fjórðu eiginkonu sinni, Suthidu drottningu, í vor.

Brúðkaup Rama X Taílandskonungs og Suthidu drottningar í maí síðastliðnum.
Brúðkaup Rama X Taílandskonungs og Suthidu drottningar í maí síðastliðnum. AFP

Skömmu eftir að Koi fékk titilinn birti taílenska hirðin myndir af henni að skjóta úr byssu, fljúga þotu og búa sig undir að stökkva í fallhlíf. Einnig birtust myndir af þeim Rama X þar sem þau héldust í hendur. 

Taílandskonungur, Maha Vajiralongkorn ásamt opinberri hjákonu sinni Sineenat Wongvajirapakdi þegar …
Taílandskonungur, Maha Vajiralongkorn ásamt opinberri hjákonu sinni Sineenat Wongvajirapakdi þegar allt lék í lyndi. AFP

Í yfirlýsingu frá taílensku hirðinni segir að hegðun Koi hafi sýnt að hún beri enga virðingu fyrir konunginum og að hún hafi engan skilning á konunglegum hefðum. Öll hennar hegðun stjórnist af eigin hagsmunum og hún hafi gengið gegn fyrirmælum Suthidu drottningar. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að hegðun hennar hafi kastað rýrð á konunginn og valdið misklíð og klofningi innan hirðarinnar, en ekki er útskýrt í hverju þessi hegðun fólst.

Sineenat Wongvajirapakdi, Koi.
Sineenat Wongvajirapakdi, Koi. AFP

Koi er 34 ára, fædd árið 1985. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 23 ára gömul og lærði síðan flug. Hún var í konunglegu lífvarðasveitinni og komst til talsverðra metorða þar.

Wongvajirapakdi, sem gengur undir gælumnafninu Koi starfaði áður sem flugmaður, …
Wongvajirapakdi, sem gengur undir gælumnafninu Koi starfaði áður sem flugmaður, hjúkrunarfræðingur og lífvörður, var fyrsta konan í um 100 ár sem fékk titilinn „Konunglegur maki“ í Taílandi. AFP
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur í ágúst síðastliðnum ásamt þáverandi hjákonu sinni …
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur í ágúst síðastliðnum ásamt þáverandi hjákonu sinni Sineenat Wongvajirapakdi. AFP

Rama X tók við völdum árið 2016 eftir lát föður síns Bhumibol Adulyadej. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að verja litlum tíma í heimalandi sínu, en þeim mun meiri tíma erlendis, einkum í Þýskalandi. Í stjórnartíð sinni hefur henn gert ýmsar umdeildar breytingar, hann hefur m.a. breytt skipulagi hersins þannig að tilteknar sveitir hans heyra nú beint undir hann.

Þá heyra auðæfi konungdæmisins, sem eru gífurleg, nú undir hann persónulega. 

Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur var borinn um á gullstól á krýningarathöfn …
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur var borinn um á gullstól á krýningarathöfn sinni í sumar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert