Slasaði 51 barn

AFP

Yfir fimmtíu börn slösuðust eftir að maður braust inn í leikskóla í suðvesturhluta Kína í dag og sprautaði ætandi efni á þau.

Maðurinn, sem er 23 ára gamall, klifraði yfir vegg á lóð leikskólans og sprautaði á börnin á lóðinni síðdegis í gær. 51 barn og þrír kennarar þurftu á læknisaðstoð að halda á sjúkrahúsi og eru tvö þeirra með alvarlega áverka. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Fram kemur í tilkynningu að maðurinn glími við vanlíðan í kjölfar skilnaðar foreldra í barnæsku og skorts á væntumþykju af þeirra hálfu.

mbl.is