Sóttu barnslík á spítala

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Hópur mótorhjólamanna ruddist inn á sjúkrahús í Indónesíu á dögunum til þess að sækja lík ungs barns sem sjúkrahúsið neitaði að láta af hendi vegna ógreiddra reikninga.

Mótorhjólamennirnir, sem sinna leiguakstri í borginni Padang, segja að um hafi verið að ræða mannúðarleiðangur. Frændi barnsins er í hópi mótorhjólagengisins.

Samkvæmt íslamskri hefð á að jarðsetja lík látinna eins fljótt og auðið er. Fjölskyldu hins sex mánaða gamla Alif Putr var hins vegar tjáð að þau fengu lík hans ekki afhent nema þau greiddu skuld sína við spítalann.

„Við gripum til aðgerða eftir að við komumst að því að fjölskyldan fengi ekki að jarðsetja son sinn af því hún gæti ekki greitt 25 milljón rúpía reikning sinn við sjúkrahúsið,“ útskýrir Wardiansyah fyrir BBC. „Öryggisverðir reyndu að stöðva okkur en þeir gáfu að lokum undan vegna þess hve margir við vorum.“

Myndskeið af innrásinni hefur farið víða og vakið athygli á meðferð heilbrigðiskerfisins á foreldrum sem eiga ekki efni á að greiða reikninga sína. Samkvæmt BBC hefur fjöldi atvika komið upp þar sem foreldrum er meinað að fara heim með nýfædd börn sín vegna skulda.

Frétt BBC

mbl.is