Bloomberg býður sig fram til forseta

Michael Bloomberg.
Michael Bloomberg. AFP

Auðjöfurinn og fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, Michael Bloomberg, tilkynnti formlega í dag að hann gefi kost á sér í forkosningum demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári. 

„Ég býð mig fram sem forseta til að sigra Donald Trump og endurbyggja Bandaríkin,“ sagði Bloomberg á vefsíðu sinni, en í dag hófst einnig 30 milljón dollara auglýsingaherferð hans. 

Bloomberg hefur undanfarna daga og vikur gert sig líklegan til að tilkynna um framboð sitt, en hann hefur meðal annars skráð sig op­in­ber­lega til að vera á kjör­seðlin­um í for­kosn­ing­un­um í Ark­ans­as- og Ala­bamaríki, en þörf er að skrá sig fyrr í báðum ríkj­um vegna for­kosn­ing­anna. 

Eru nú formlega 18 demókratar sem vonast til þess að verða fyrir valinu í forkosningu flokksins. Samkvæmt skoðanakönnununum er fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden sigurstranglegastur, en á eftir honum koma öldungadeildarþingmennirnir Elizabeth Warren og Bernie Sanders. 

mbl.is