Vilja takmarka vald Trump til að hefja stríð

Samsett mynd af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Donald …
Samsett mynd af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Donald Trump forseta. AFP

Fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt að takmarka vald Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þess að hefja stríð við Íran.

Um er að ræða ályktun sem gerir forsetanum skylt að bera hvers kyns áætlanir um að hefja stríð undir þingið áður en þeim er hrint í framkvæmd. Undanskilin eru aðeins viðbrögð við yfirvofandi árás Írana.

Ályktunin var samþykkt með 224 atkvæðum gegn 194 en óvíst þykir hvort hún komist í gegnum öldungadeildina, þar sem repúblikanar eru í meirihluta.

Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran fer vaxandi í kjölfar vígs Bandaríkjamanna á einum æðsta herforingja Írana, sem hafa hefnt sín með loftárásum á tvær bandarískar herstöðvar í Írak. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina