Fyrsta tilfellið á bandarískri grundu

Frá alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Byrjað er að skima farþega …
Frá alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Byrjað er að skima farþega sem koma til Bandaríkjanna frá Kína. AFP

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tilkynnt um fyrsta tilfellið á bandarískri grundu þar sem manneskja veikist af völdum nýs lungnasjúkdóms sem á rætur sínar að rekja til kínversku borgarinnar Wuhan.

Að sögn yfirvalda er maðurinn á fertugsaldri og hafði ferðast frá Wuhan til Bandaríkjanna. Hann hafði ekki heimsótt markað með sjávarafurðum í borginni en sjúkdómurinn hefur verið rakinn þangað.

Maðurinn, sem er frá Seattle, liggur á sjúkrahúsi en er ekki alvarlega veikur.

Bæjarstjóri Wuham greindi frá því í kvöld að sex séu látn­ir úr sjúkdómnum sem breiðist hratt út í Kína. Yf­ir­völd þar í landi hafa staðfest að veir­an geti smit­ast milli manna.

mbl.is