Tjaldbúðir rýmdar í París

AFP

Franska lögreglan rýmdi tjaldbúðir hælisleitenda í Aubervilliers í París snemma í morgun en þetta er gert til þess að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar meðal heimilislausra í borginni.

Tjaldbúðirnar í Aubervilliers voru rýmdar í morgun.
Tjaldbúðirnar í Aubervilliers voru rýmdar í morgun. AFP

Fleiri hundruð manns voru flutt úr búðunum með rútum og farið með fólkið í íþróttamiðstöðvar og hótel í París auk þess sem einhverjir voru fluttir í úthverfi borgarinnar.

Michel Cadot, lögreglustjóri Parísar, greindi frá því í síðustu viku að tjaldbúðirnar yrðu rýmdar. Unnið væri að því að finna rúm og húsaskjól fyrir um 500 manns.

AFP

Mannúðarhópurinn France terre d'asile segir að á milli 300 til 600 manns hafi búið í Aubervilliers-tjaldbúðunum en búðirnar eru ein af mörgum tjaldbúðum sem hafa sprottið upp í París og úthverfum borgarinnar undanfarin ár.

Tjaldbúðirnar í Aubervilliers eru aðeins ein af mörgum tjaldbúðum sem …
Tjaldbúðirnar í Aubervilliers eru aðeins ein af mörgum tjaldbúðum sem hælisleitendur hafast við í París og víðar í Frakklandi. AFP

Að sögn yfirvalda verða allir sendir í læknisskoðun til að kanna hvort þeir séu með kórónuveiruna. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert