Íranir láta einnig lífið í flóðum

Yfir þrjú þúsund manns hafa látist í Íran vegna kórónuveirunnar.
Yfir þrjú þúsund manns hafa látist í Íran vegna kórónuveirunnar. AFP

Að minnsta kosti 21 lést og 22 slösuðust auk þess er eins manns saknað eftir flóð í Íran í dag. Flestir létust í suðurhluta landsins. Alls létust 11 manns í Fars-héraði. Úrhellis rigning er í landinu og spáð er áframhaldandi rigningu. Í síðustu viku létust 12 manns vegna flóða og því hafa að minnsta kosti 33 látist af völdum flóða í landinu. 

Á sama tíma í fyrra, mars og apríl, létust 76 manns vegna rigninga. Alþjóða Rauði krossinn hefur varað við að flóðin hafi áhrif á 10 milljónir manna. Flóðunum er lýst sem „stærstu hamfarir sem leggjast á Íran í yfir 15 ár,“ segir í tilkynningu.    

Kórónuveiran hefur leikið íbúa Íran illa. Alls hafa 3.036 manns látist af völdum hennar og 47.593 smitast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert