Hvítur öfgahægrihópur í fyrsta sinn á hryðjuverkalista

Ljósmynd frá 2015 af liðsmönnum Russian Imperial Movement.
Ljósmynd frá 2015 af liðsmönnum Russian Imperial Movement. AFP

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í fyrsta sinn sett hóp hvítra yfirráðasinna á lista yfir erlenda hryðjuverkahópa.

Um er að ræða rússneskan hóp öfgahægrimanna, Imperial Movement, sem hefur starfsemi í Sankti-Pétursborg og hefur laðað að öfgahægrisinna víðsvegar að úr hinum vestræna heimi.

Listi bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur hingað til nánast einungis náð yfir íslamska hryðjuverkahópa, en yfirmaður gegn hryðjuverkum hjá utanríkisráðuneytinu segir ákvörðunina um að setja Russian Imperial Movement á listann til marks um að ráðuneytið taki ógnina sem stafar af hvítum yfirráðasinnum mjög alvarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert