Mótmælt af fullum þunga

Frá mótmælum í New York í gær.
Frá mótmælum í New York í gær. AFP

Mótmæli í Bandaríkjunum héldu áfram af fullum þunga í gær þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar hvettu landsmenn til stillingar.

Sjaldan hefur mætt á Bandaríkjum Norður-Ameríku sem í kjölfar andláts George Floyds, blökkumanns sem lögregluþjónn varð að bana í Minneapolis á mánudaginn fyrir rúmri viku, og leggst ófremdarástandið ofan á þann ugg sem kórónuveiran hefur bakað þjóðinni.

Fréttaritari sænska dagblaðsins Expressen ræddi við Morgunblaðið í gærkvöldi og sagði frá því að mótmælendur hefðu ráðist á húsnæði smásölurisans Macy's í New York auk annarra spjalla, en sami fréttaritari var skotinn niður með gúmmíkúlu lögreglu í Minneapolis um helgina.

Mótmæli boðuð í Reykjavík

Jón Emil Claessen Guðbrandsson, sem búsettur er í Brooklyn, sagðist enn fremur smeykur við að hleypa 14 ára dóttur sinni úr húsi, en Jón Emil býr steinsnar frá Barclays Center, íþróttaleikvangi þar sem mótmælendur koma saman og hita upp fyrir komandi átök. Sagði hann glæpagengi og róttæklinga sjá sér leik á borði og nýta sér mótmælin.

Félagsskapur Bandaríkjamanna á Íslandi hyggst efna til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag og segir í fréttatilkynningu nóg komið, mótmælin snúist um samstöðu og nú sé svo komið að hópurinn geti ekki lengur þagað þunnu hljóði, kerfi sem byggi á yfirburðum hvítra sem myrði svart fólk í krafti einkennisorða bandarísku lögreglunnar „vernd og aðstoð“ verði ekki lengur liðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »