Áfengisbann öðru sinni í Suður-Afríku

Grímuklæddur íbúi Jóhannesarborgar verslar áfengi.
Grímuklæddur íbúi Jóhannesarborgar verslar áfengi. AFP

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í Suður-Afríku á morgun í ljósi fjölgunar nýsmita kórónuveirunnar þar í landi. Meðal nýrra reglna sem taka gildi eru bann við sölu á áfengi, annað slíkt bann það sem af er ári.

Útgöngubann verður á kvöldin og á næturnar frá og með mánudagskvöldi og verður fólki skylt að bera andlitsgrímur á almannafæri.

Samkvæmt Cyril Ramaphosa forseta mun áfengisbann létta á þrýstingi á heilbrigðiskerfi Suður-Afríku á meðan tekist er á við kórónuveirufaraldurinn. 

Heildarfjöldi smita í Suður-Afríku er orðinn 250 þúsund og eru fleiri en 4.000 látin, en samkvæmt spám stjórnvalda þar í landi gæti fjöldi látinna náð 50 þúsundum fyrir lok þessa árs.

Aðeins eru nokkrar vikur síðan fyrra áfengissölubanni var aflétt, en það stóð í þrjá mánuði og var sett á til að draga úr slagsmálum drykkurúta, heimilsisofbeldi og óhóflegri drykkju landsmanna um helgar. Samkvæmt lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum dró verulega úr heimsóknum á bráðamóttöku á meðan á áfengisbanninu stóð.

mbl.is