Svíar fá að fara til fleiri landa

AFP

Sænska utanríkisráðuneytið kynnti í gær nýjar reglur varðandi ferðalög landsmanna út fyrir landsteinana. Frá og með deginum í dag mega Svíar ferðast til Þýskalands, Póllands og Andorra. Aftur á móti var Sviss tekið út af listanum yfir þau lönd sem Svíar mega heimsækja.

Fyrr í sumar var aflétt banni við ferðalögum þeirra til Belgíu, Frakklands, Grikklands, Íslands, Ítalíu, Króatíu, Mónakó, Lúxemborg, Portúgal, San Maríno, Spánar, Ungverjalands og Páfagarð.

Áfram er mælt gegn ferðalögum til annarra ríkja innan Evrópu. Ólíklega verður heimilt að ferðast utan Evrópu fyrr en í haust.

Frétt The Local

mbl.is