700 þúsund látin af völdum veirunnar

Ljósmynd frá Hondúras.
Ljósmynd frá Hondúras. AFP

Dauðsföll sem skráð hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins á heimsvísu eru orðin 700 þúsund talsins. Rúmlega 18,5 milljónir smita hafa verið staðfest.

Þetta eru niðurstöður talninga fréttastofu AFP sem og Johns Hopkins-háskóla.

Af staðfestum dauðsföllum vegna kórónuveirunnar er um helmingur skráður í fjórum löndum sem orðið hafa illa úti vegna faraldursins: Bandaríkjunum, Brasilíu, Mexíkó og Bretlandi.

Fjöldi dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar hefur tvöfaldast frá 26. maí og um 100.000 dauðsföll hafa verið staðfest undanfarnar þrjár vikur.

mbl.is