Tvær milljónir smita á Indlandi

Þá er sýnatökum ábótavant á Indlandi og telja sérfræðingar því …
Þá er sýnatökum ábótavant á Indlandi og telja sérfræðingar því að fjöldi smita geti verið mun hærri. AFP

Staðfest kórónuveirusmit á Indlandi eru orðin tvær milljónir talsins og er landið það þriðja þar sem fleiri en tvær milljónir manna hafa greinst með veiruna, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu.

Talsverðan ugg vekur þó að aðeins 20 dagar liðu frá því að smit á Indlandi urðu milljón og þar til þau urðu tvær milljónir talsins, en smitum þar fjölgar mun hraðar en víðast hvar annars staðar. Þá er sýnatökum ábótavant á Indlandi og telja sérfræðingar því að fjöldi smita geti verið mun hærri.

Rúmlega 62 þúsund tilfelli kórónuveiru voru greind á Indlandi síðasta sólarhring. Alls eru staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar á Indlandi svo 41 þúsund talsins, en stjórnvöld á Indlandi hafa verið sökuð um að vantelja dauðsföll.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert