Jóakim prins kominn til starfa

Jóakim Danaprins mætir til vinnu í danska sendiráðinu.
Jóakim Danaprins mætir til vinnu í danska sendiráðinu. AFP

Jóakim prins af Danmörku mætti í dag til vinnu í fyrsta sinn frá því hann gekkst und­ir heila­sk­urðaðgerð í Frakklandi í júlí vegna blóðtappa.

Danskir fjölmiðlar biðu prinsins þegar hann mætti á skrifstofur danska sendiráðsins í París, en hann þetta var fyrsti dagur hans í starfi varnarmálasérfræðings við sendiráðið.

„Ég hef hlakkað mikið til þessa dags ekki síst í ljósi þessa sumars, sem kalla má ekki-sumar í mínu tilfelli,“ sagði Jóakim prins við blaðamenn. „Ég hef verið ákafur í að komast til starfa, en þó hægt og rólega og í samráði við lækni.

Jóakim var skipaður í stöðuna í júní, en hann hefur síðastliðið ár verið við nám í herskólanum Ecolé Militaire í París. Til stóð að prinsinn hæfi störf 1. september, en vegna veikinda frestaðist það.

Jóakim, sem er 51 árs, er yngri bróðir Friðriks krónprins. Frakklandstenging þeirra bræðra er sterk enda faðir þeirra, Hinrik prins, franskur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert