Noregskonungur lagður inn á sjúkrahús

Haraldur Noregskonungur.
Haraldur Noregskonungur. Ljósmynd/Norska konungshöllin

Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús í morgun.

Fram kemur í tilkynningu frá norsku hirðinni hann hafi verið lagður inn vegna veikinda.

Haraldur, sem varð 83 ára í febrúar, átti að stýra ríkisráðsfundi í dag. Hákon krónprins mun hlaupa í skarðið fyrir hann.

„Ég óska konunginum góðs bata,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í samtali við NRK.

Ríkissjúkrahúsið í Noregi vildi ekkert tjá sig um veikindin og vísaði á hirðina.

mbl.is