Háar sektir taka gildi í Bretlandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað háar sektir við brotum …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað háar sektir við brotum á sóttvarnarreglum. AFP

Sektir við brotum á sóttvarnareglum í Bretlandi, sem geta numið allt frá þúsund pundum til 10.000 punda, eða sem nemur 180.000 til 1,8 milljóna íslenskra króna, tóku gildi í dag. Greinir BBC frá því að nú verði allir sem greinast með smit eða hafa verið í návígi við smitaðan einstakling að fara í sóttkví. 

Breska lögreglan hefur auga með stöðum þar sem líklegt er að smit komi upp og mun hún eins fylgjast með fólki í áhættuhópum en síðan í lok ágúst hefur samtals verið sektað fyrir 19 þúsund pund eða 3,4 milljónir íslenskra króna.

Sektarlöggjöfin nær til allra sem hafa greinst með veiruna eða hafa verið útsettir fyrir smiti og hafa fengið tilmæli um að sæta einangrun. Þá er einnig refsivert að veita heilbrigðisyfirvöldum vísvitandi falsar upplýsingar þegar útsetning fyrir smiti er könnuð.

Láglaunafólk fær bætur

Láglaunafólk sem þarf að sæta sóttkví og gæti misst laun vegna þess fær 500 pund eða sem nemur 89 þúsund krónum í bætur fyrir atvinnumissinn sem felur í sér mögulegt tekjutap. Um fjórar milljónir manna tilheyra þeim hópi.

Heilbrigðisráðherra Bretlands sagði í samtali við BBC að stjórnvöld myndu ekki hika við að herða reglurnar, verði faraldurinn áfram í vexti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert