Boðar hertar aðgerðir í Þýskalandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill herða aðgerðir til að hefta úrbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Hún vill að grímuskylda verði á fleiri stöðum og að færri geti safnast saman í einkaviðburðum.

Þetta kemur fram í drögum að nýjum aðgerðum sem AFP-fréttastofan fékk í hendurnar.

Tillögurnar verða ræddar við ríkisstjóra sextán sambandsríkja Þýskalands síðar í dag. Samkvæmt tillögunum taka aðgerðirnar gildi á svæðum þar sem 35 ný tilfelli greinast á hverja 100 þúsund íbúa á sjö daga tímabili.

Hingað til hafa Þjóðverjar miðað við 50 sýkingar á hverja 100 þúsund íbúa, þegar kemur að harðari aðgerðum gagnvart veirunni.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert