Húsleit á heimili franska heilbrigðisráðherrans

Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands.
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands. AFP

Franska lögreglan leitaði á heimili Oliviers Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, í morgun. Tilefnið var rannsókn sem er í gangi á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Veran er einn af þó nokkrum núverandi eða fyrrverandi ráðherrum sem sæta rannsókn vegna viðbragða þeirra við faraldrinum eftir að fórnarlömb Covid-19 kvörtuðu yfir því hversu seinir þeir hafi verið að bregðast við útbreiðslunni.

Einnig var leitað á skrifstofu Veran, sem og á heimili Jerome Salomon, landlæknis Frakklands.

Jerome Salomon, landlæknir Frakklands.
Jerome Salomon, landlæknir Frakklands. AFP

Rannsókn stendur einnig yfir á viðbrögðum forsætisráðherrans Jean Castex vegna faraldursins og sömuleiðis forvera hans í embætti, Edourad Philippe. Forveri Veran í embætti heilbrigðisráðherra, Agnes Buyz, sætir einnig rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert