29 fellibylir á einu ári

Fellibylstímabilið hefur haft í för með sér 29 hitabeltisstorma sem ollið hafa mikilli eyðileggingu í suðurhluta Bandaríkjanna, Karíbahafinu og Mið-Ameríku. 

Hitabeltislægðirnar hafa ollið því að þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín og eignatjón nemur að minnsta kosti 20 milljörðum bandaríkjadölum, því sem jafngildir um 2750 milljörðum króna. 

Bandaríska fellibyljamiðstöðin greindi frá því á Twitter fyrr í dag að hitabeltislægðin Theta væri 29. hitabeltisstormur þessa fellibyljatímabils. Með Thetu hefur verið slegið nýtt með yfir fjölda hitabeltisstorma, en fyrra met var frá árinu 2005 þegar 28. hitabeltisstormar gengu yfir svæðið, meðal annars Katrina sem olli mikilli eyðileggingu í New Orleans. 

Sérfræðingar telja að hækkandi hitastig sjávar hafi leitt til aukinnar tíðni hitabeltisstorma á heimsvísu síðustu áratugi. 

Fellibylstímabilið í ár hefur haft hörmulegar afleiðingar í Mi-Ameríku.
Fellibylstímabilið í ár hefur haft hörmulegar afleiðingar í Mi-Ameríku. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert