Hitti föður sinn í fyrsta sinn í gervi Buddys

Feðgarnir glaðir í bragði eftir að hafa hist í fyrsta …
Feðgarnir glaðir í bragði eftir að hafa hist í fyrsta sinn. Ljósmynd/Instagram-síða @finnandboonthego

Ættleiddur maður kom líffræðilegum föður sínum í opna skjöldu með því að hitta hann í fyrsta sinn klæddur eins og persónan í jólamyndinni Elf.

Doug Henning hitti föður sinn Raul í fyrsta sinn á Logan-flugvellinum í Boston í síðustu viku. Henning ákvað að bregða á leik og klæðast eins og Buddy, álfurinn sem Will Ferrell lék á sínum tíma.

Henning, sem er 43 ára, söng sama vandræðalega lagið og Buddy söng í myndinni þegar hann hitti sinn líffræðilega föður, að sögn BBC

Henning starfar sem myndatökumaður og býr í bænum Eliot í ríkinu Maine. Hann sagði að faðir hans „hafi líklega haldið að ég væri sturlaður“.

„Þetta var mjög góð leið til að brjóta ísinn,“ sagði Henning við Boston.com. Þar kemur einnig fram að líffræðilegi faðirinn hafði aldrei séð kvikmyndina og virkaði því ansi ringlaður í myndbandinu frá fundinum þeirra.

mbl.is