Rudy Giuliani með Covid-19

Rudy Giuiliani.
Rudy Giuiliani. AFP

Rudy Giuliani, lögfræðingur Donalds Trumps fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19. Þetta kemur fram í tísti Donalds Trumps sem hann setti inn rétt í þessu.

Trump tók ekki fram hvenær Giuliani greindist smitaður og sagði ekkert um það hvort Giuliani væri með einkenni Covid-19. 

Giuliani er 76 ára gamall og er fyrrverandi borgarstjóri New York. Hann hefur leitt baráttu Trumps sem snýr að því að fá kosninganiðurstöðum hnekkt undanfarið. 

Í færslu Trumps stendur: 

„Rudy Giuliani, langbesti borgarstjóri í sögu New York-borgar, sem hefur unnið sleitulaust við að afhjúpa spilltustu kosningar (langspilltustu), hefur greinst jákvæður fyrir Kínavírusnum. Góðan bata, við höldum áfram!!!“ 

Tekið skal fram að engar sannanir hafa komið fram sem sanna tilgátur Trumps um kosningasvindl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert