Stór hluti Spánar snævi þakinn

Samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu hefur annar eins snjór ekki sést …
Samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu hefur annar eins snjór ekki sést þar í yfir 40 ár. AFP

Um helmingur Spánar er nú á rauðri viðvörun vegna mikillar snjókomu sem fylgir storminum Fílómenu. Staðan er einna verst í höfuðborginni Madríd, þar sem spár kveða á um að 20 cm af snjó muni falla í dag.

Samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu hefur annar eins snjór ekki sést þar í yfir 40 ár. Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað ásamt fjölda vega, en í gærkvöldi urðu fjölmargir ökumenn strandaglópar á vegum úti vegna snjókomunnar.

Slökkvilið voru kölluð til hjálpar föstum ökumönnum víða, auk þess sem herinn var sendur á vegi út til að ryðja snjó.

Þá hafa yfirvöld beðið fólk að ferðast ekki að nauðsynjalausu, en minnst þrjú andlát hafa verið rakin til snjókomunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert