Þrír látnir eftir stóra sprengingu í Madríd

Eyðileggingin er gríðarleg eins og sést á myndum.
Eyðileggingin er gríðarleg eins og sést á myndum. AFP

Að minnsta kosti þrír létust í stórri gassprengingu sem varð í Madríd, höfuðborg Spánar, fyrr í dag. Myndir sýna gríðarlega eyðileggingu af vettvangi við Toledo-götu í miðborginni þar sem sprengingin varð en húsið er rústir einar og mikið af rusli á götum.

Jose Manuel Franco, talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar, sagði spænska ríkissjónvarpinu að sprengingin hefði orðið þegar iðnaðarmenn lagfærðu miðstöðvaketil í byggingunni.

„Ég var í nágrenninu og heyrði rosalega sprengingu, ég hélt að þetta væri sprengja,“ sagði Madrídingurinn Valentin Moreno við AFP-fréttaveituna.

„Fólk kom út á hlaupum og það var mikill reykur á svæðinu,“ bætti hann við.

AFP

Franco staðfesti að um gassprengingu hefði verið að ræða. Þrír létust og eins er saknað.

Hjúkr­un­ar­heim­ili er staðsett nálægt bygg­ing­unni en íbúar þar voru fluttir á hótel.

Viðbragðsaðilar á vettvangi.
Viðbragðsaðilar á vettvangi. AFP
mbl.is