Höfða mál vegna mengunar í Metro

Fjórar milljónir nota neðanjarðarlestakerfi Parísar á degi hverjum.
Fjórar milljónir nota neðanjarðarlestakerfi Parísar á degi hverjum. AFP

Frönsk loftgæðasamtök, Respire, hafa höfðað mál gegn neðanjarðarlestakerfi Parísar, Metro, vegna lítilla loftgæða. Halda samtökin því fram að fyrirtækið hafi gert lítið úr mengunarógninni sem því fylgir að ferðast með kerfinu.

Samtökin hafa rannsakað loftgæði á nokkrum lestarstöðvum ásamt því að fylgjast með skráningu lestarfyrirtækisins, RATP, á loftgæðum. Respire saka RATP um að hafna því að birta réttar upplýsingar um svifryk í lestarkerfinu undanfarin ár. 

Um fjórar milljónir ferðast með metro-kerfi Parísar á degi hverjum og starfsmenn RATP í kerfinu eru tugþúsundir. Það er lestarstjórar og aðrir starfsmenn á lestarstöðvum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert