Fer fram á endurupptöku

Derek Chauvin hefur farið fram á ný réttarhöld í málinu.
Derek Chauvin hefur farið fram á ný réttarhöld í málinu. AFP

Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Derek Chauvin, sem var nýverið dæmdur sekur um að hafa myrt George Floyd, fór fram á ný réttarhöld í málinu. Hann sakar kviðdóm og saksóknara um vanrækslu. 

Chauvin hélt hné á hálsi Floyds í um það bil níu og hálfa mínútu með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Sagði Floyd 27 sinnum að hann gæti ekki dregið andann, áður en hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Var hann þar úrskurðaður látinn við komuna.

Hann á yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi fyrir drápið á Floyd en málið hafði mikil áhrif á alla umræðu um kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum.

Verjandi Chauvin, Eric Nelson, segir að skjólstæðingur hans hafi ekki fengið sanngjarna meðferð vegna umræðunnar í kringum málið. Bæði kviðdómur og saksóknarar hafi gert mistök auk þess sem kviðdómur hafi verið beittur kynþáttatengdum þrýstingi.

Jafnframt hefði átt að senda kviðdómendur í einangrun þann tíma sem réttarhöldin stóðu yfir og að málið myndi aðeins fá sanngjarna meðferð fyrir dómi á öðrum stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert