WHO varar við fjölgun áhorfenda á EM

Puskas-leikvangurinn í Búpapest í Ungverjalandi hefur verið fullskipaður á þeim …
Puskas-leikvangurinn í Búpapest í Ungverjalandi hefur verið fullskipaður á þeim leikjum sem þar hafa verið spilaðir en hann tekur alls 69 þúsund í sæti. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsir yfir áhyggjum þess efnis að yfirvöld í löndum sem hýsa leiki á EM í knattspyrnu dragi úr samkomutakmörkunum. Meðal annars er um að ræða lönd þar sem kórónuveirutilfellum fer fjölgandi. 

Stofnunin nefnir engin lönd á nafn í tilkynningu sinni en yfirvöld á Englandi, þar sem undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram 6., 7. og 11. júlí, ætla að leyfa 60 þúsund áhorfendur á leikina sem fram fara á Wembley-leikvanginum. Gildandi reglur leyfa 22.500 áhorfendur á leiki þar í landi. 

„Af fenginni reynslu verðum við að bregðast hratt við þar sem tilfellum er að fjölga,“ segir Robb Butler, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu WHO í Evrópu. 

Yfirvöld á Englandi, þar sem undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram …
Yfirvöld á Englandi, þar sem undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram 6., 7. og 11. júlí, ætla að leyfa 60 þúsund áhorfendur á leikina sem fram fara á Wembley-leikvanginum. AFP

Í Danmörku hafa 29 kórónuveirutilfelli verið tengd beint við leiki sem fóru fram í Kaupmannahöfn. Smitin má annað hvort rekja til fólks sem fann þegar fyrir einkennum á vellinum eða hafði sýkst þegar það sótti leikinn, samkvæmt Anette Lykke Petri, fulltrúa heilbrigðismálaráðuneytis Danmörku. Áhorfendafjöldi á leikjum í Danmörku var nýverið hækkaður út 16 þúsund í 25 þúsund. 

Puskas-leikvangurinn í Búdapest í Ungverjalandi hefur verið fullskipaður á þeim leikjum sem þar hafa verið spilaðir en hann tekur alls 69 þúsund í sæti. Þrátt fyrir að ástandið í Ungverjalandi og nágrannalöndum hafi farið batnandi síðustu tvo mánuði varar WHO samt sem áður við því aflétta samkomutakmörkunum um of.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert