Fordæma beitingu dómsvaldsins

Maria Kolesnikova, þegar hún gat um frjálst höfuð strokið.
Maria Kolesnikova, þegar hún gat um frjálst höfuð strokið. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa fordæmt niðurstöðu dómstóls í Hvíta-Rússlandi, sem dæmdi í dag Mariu Ko­lesni­kovu, sem leiddi fjölda­mót­mæl­in gegn for­set­an­um Al­ex­and­er Lúka­sj­enksó á síðasta ári, í 11 ára fang­elsi.

„Þýska ríkisstjórnin fordæmir óréttlátan dóm gegn Mariu Kolesnikovu og Maxim Znak, og beitingu dómsvaldsins sem pólítísku bælingarvaldi í Hvíta-Rússlandi,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins, Andrea Sassea, við blaðamenn á fundi í dag.

Kolesnikova var sakfelld fyr­ir að grafa und­an þjóðarör­yggi í land­inu.

Í varðhaldi í rúmt ár

Lögmaður Kolsesni­kovu, Max­im Znak, hlaut einnig 10 ára fang­els­is­dóm, að sögn fréttamiðils stjórn­ar­and­stæðings­ins Vikt­ors Babary­ko, sem hef­ur stutt við bakið á Ko­lesni­kovu.

Kolsesni­kova er sú eina af helstu leiðtog­um mót­mæl­anna vegna for­seta­kjörs Lúka­sj­en­skós sem býr enn í Hvíta-Rússlandi. Hún hef­ur verið í varðhaldi í rúmt ár eft­ir að hafa rifið í sund­ur vega­bréfið sitt þegar átti að vísa henni úr landi.

Sassea segir Kolesnikovu og Znak hafa staðið vörð um frelsi, lýðræði og mannréttindi í Hvíta-Rússlandi allt frá kosningunum óheiðarlegu.

mbl.is