Neyðargreiðslur og lækkun skatta vegna orkukreppu

Kadri Simson á blaðamannafundinum í dag þar sem úrræðin voru …
Kadri Simson á blaðamannafundinum í dag þar sem úrræðin voru kynnt. AFP

Neyðargreiðslur til fátækari fjölskyldna í formi orku-ávísana, frestun á greiðslu reikninga, og lækkun orkuskatta og annarra álagsgreiðslna, eru meðal þeirra úrræða sem Evrópunefnd kynnti í dag til að koma til móts við Evrópubúa sem horfa nú fram á gríðarlegar hækkanir á orkureikningum.

Orkukreppa geisar nú í Evrópu þar sem verð á olíu og kolum hefur farið hríðhækkandi og jarðgas margfaldast í verði, í kjölfar þess að hagkerfi landa eru nú loks að taka almennilega við sér eftir heimsfaraldurinn. 

Aðgerðirnar tímabundnar

Mikil áhersla var lögð á að þessar aðgerðir yrðu að vera tímabundnar og vel útfærðar. Aðrar óbeinar aðgerðir voru einnig kynntar til leiks þar sem meðal annars var kveðið var á um auknar fjárfestingar í sjálfbærri orku.

„Áhyggjur neytenda eru skiljanlegar og réttlætanlegar [...] Veturinn nálgast, rafmagnsreikningarnir hafa ekki verið hærri í áratug. Við höfum séð gas verð taka kipp víða um heim vegna aukinnar eftirspurnar í Asóu,“ sagði Kadri Simson, orkumálastjóri Evrópusambandsins.  

Til að koma í veg fyrir erfiða stöðu í vetur er Evrópubúum ráðlagt að spara við sig rafmagn á orku, bæði í heima húsum jafnt sem húsakostum fyrirtækja. Felur það meðal annars í sér að slökkva ljósin, draga fyrir glugga og fara í styttri sturtur.

Orkuskiptin ekki vandamálið

Evrópunefndin hefur legið undir mikilli gagnrýni frá embættismönnum innan Evrópusambandsins, sem telja að hækkanir á orkuverði megi fyrst og fremst rekja til hins mikla kostnaðar sem hefur verið lagt í umhverfisvænni orkuskipti.

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/netgreinar/innskraning/?redirect=/mogginn/bladid/netgreinar/2021/10/13/og_veturinn_er_bara_rett_ad_byrja/%3F_t%3D1634141441.8911545

„Fáum eitt á hreint. Núverandi staða er vegna þess að við erum of háð jarðefnaeldsneytis,“ sagðiFor­seti fram­kvæmdaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, Ursula von der Leyen á samfélagsmiðlinum Twitter.

Vekur hún athygli á að á meðan að gasverð er síbreytilegt þá er verð á sjálfbærri orku stöðugt. Telur hún orkuskiptin vera hið eina rétta í stöðunni.

Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að halda vísvitandi aftur af gasbirgðum sínum í þeim tilgangi að beita Þjóðverja pólitískum þrýstingi.

mbl.is