Fær líklega ekki fangelsisdóm

Konan ætlaði væntanlega að skila kveðju til ömmu og afa …
Konan ætlaði væntanlega að skila kveðju til ömmu og afa heima í stofu. Ljósmynd/Twitter

Franska konan sem olli alvarlegu slysi á fyrsta keppnisdegi Tour de France í sumar mætti fyrir dómstóla í dag. Hún er sökuð um að hafa slasað tugi hjólreiðamanna en mun líklega sleppa við fangelsisvist þar sem að saksóknarar kröfðust skilorðsbundinnar refsingar.

„Er að ganga í gegnum helvíti“

Konan nýtur nafnleyndar vegna gríðarlegs áreitis sem hún varð fyrir á netinu. En dómari málsins hafnaði beiðni lögmanns hennar um að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum.

Konan hefur sagt við saksóknara að hún skammist sín fyrir heimsku sína. Lögmaður hennar segir hana hafa átt erfitt uppdráttar í mörg ár en erfiðleikar hennar hafi nú tífaldast og nú gangi hún í gegnum helvíti.

Ákæruvaldið fór fram á að hún fengi fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa stofnað lífi fólks í hættu og valdið óviljandi meiðslum.

Samkvæmt frönskum lögum hefði hún getað átt yfir höfði sér allt að 15.000 evra sekt og eins árs fangelsi.

Úrskurður í málinu er væntanlegur 9. desember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert