Telja sig hafa fundið grafreiti um 100 barna

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Innfæddir Kanadabúar hafa fundið það sem talið er vera gröf um 100 barna við skóla þar í landi. Fyrir nokkrum mánuðum síðan fundust hundruð slíkra grafreita og vakti það mikinn óhug í landinu.

Williams Lake First Nation-samfélagið sögðu í morgun að við jarðfræðilegar greiningar hafi fundist um 93 einkennilegir hlutir grafnir ofan í jörðu sem líktust helst jarðneskum leifum barna. Það var við St. Joseph‘s Mission-barnaskólann, í Bresku-Kólumbíu.

Rannsóknaraðilar könnuð um 14 hektara svæði um 300 kílómetrum norður af Kamloops, svæðinu þar sem jarðneskar leifar um 215 barna fundust í maí í fyrra.

Síðan þá hafa ríflega eitt þúsund ómerktir grafreitir fundist nærri því sem áður voru „indíánaskólar“ í Kanada. Málið varpar löngum skugga á sögu Kanada og sýnir hversu slæmri meðferð innfæddir Kanadabúar sættu á árum áður.

Þúsundir innfæddra barna gengu í St. Joseph‘s-barnaskólann á árunum 1886 til 1981 þegar honum var stýrt af hinum ýmsu trúarhópum.

„Hjarta mitt brotnar fyrir meðlimi samfélagsins og fyrir þau, sem áttu ástvini er sneru aldrei heim,“ sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um málið.

Hann segir málið vekja erfiðar tilfinningar hjá öllum Kanadamönnum.

mbl.is