Vill algjört viðskiptabann

Mateus Morawiecki, forsætisráðherra Póllands.
Mateus Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. AFP

Mateus Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hvetur Evrópusambandið til að setja algjört viðskiptabann á Rússland.

Morawiecki vill sjá algjört bann á öll viðskipti við Rússland bæði á sjó og á landi eins fljótt og auðið er. 

„Að stöðva viðskipti við Rússland að fullu myndi neyða Rússa til þess að íhuga enn frekar að stöðva þetta grimma stríð,“ sagði Morawiecki við Reuters fréttaveituna.

Evrópusambandið hefur nú þegar sett hömlur á ýmsan rússneskan útflutning svo sem stál og lúxusvörur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert