Eyðileggingin gríðarleg

Eyðileggingin var mikil í þorpinu en framtak Repair Together hafði …
Eyðileggingin var mikil í þorpinu en framtak Repair Together hafði sitt að segja. Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson

Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, heimsótti í gær þorpið Yahidne í norðausturhluta Úkraínu. 

Óskar segir í samtali við mbl.is að eyðileggingin í þorpinu hafi verið sláandi. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir síðan hersveitir Rússa hörfuðu frá þorpinu, sem er rétt sunnan við Chernihiv. Bardagar höfðu þá staðið yfir í þorpinu í fleiri vikur. 

Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson

„Þarna býr aðallega eldra og fátækt fólk, sem er búið að missa heimili sín og hefur það alls ekki gott,“ segir Óskar. 

Óskar fór til Yahidne með hópnum Repair Together sem samanstendur aðallega af ungu fólki frá Kænugarði. Hópurinn hef á milli þorpa sem komið hafa illa út úr stríðinu og aðstoða við tiltekt og viðgerðir. 

Ummerki um skotbardaga.
Ummerki um skotbardaga. Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson

Alls fóru 60 á vegum hópsins til Yahidne. Óskar segir það hafa verið „algjörlega ótrúlegt“ að fylgjast með árangri hópsins á stuttum tíma. 

mbl.is