Einstaklingur með apabólu dvaldi í Noregi

Apabóla hefur verið að skjóta upp kollinum víða um heim.
Apabóla hefur verið að skjóta upp kollinum víða um heim.

Norsk yfirvöld hafa greint frá því að einstaklingur sem sýktur er af apabólu hafi komið til landsins. Um er að ræða fyrsta tilfelli sjúkdómsins í Noregi.

NRK greinir frá því að um sé að ræða Evrópubúa sem kom til Óslóar 6. maí og dvaldi í borginni í fjóra daga.

Einstaklingurinn var með einkenni apabólu á meðan dvölinni stóð en fékk smitið ekki staðfest fyrr en heim var komið. 

Borgaryfirvöld í Ósló vinna nú að því að kortleggja ferðir einstaklingsins og koma upplýsingum til þeirra sem gætu átt í hættu á smiti. 

Preben Aavits­land, yfir­læknir hjá Norsku lýð­heilsu­stofnuninni, segir það ekki koma á óvart að smit greinist í landinu.

Ekki er talið að al­menn­ingi stafi mik­il ógn af apa­bólu en flest­ir jafna sig á nokkr­um vik­um. 

mbl.is