50 til 100 falli daglega

Volodimír Selenskí ávarpaði á dögunum opnunarhátíð kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í …
Volodimír Selenskí ávarpaði á dögunum opnunarhátíð kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, skaut á að um 50 til 100 Úkraínumenn týni lífi í austurhluta landsins á degi hverjum. Hann sagði í ávarpi sínu til fjölmiðla í gær að þeir sem í austurhlutanum féllu væri að vernda Úkraínu á erfiðasta svæðinu. 

Selenskí útskýrði ummæli sín ekki frekar en með þeim virðist hann hafa vísað til þeirra mannslífa sem glatast hafa innan úkraínskra hersveita í austurhlutanum. Bardagarnir þar hafa verið afar harðir. 

Rússar hafa af miklum móð reynt að ná á sitt vald borgum í Donbas-héraði og einbeitt sér sérstaklega að borginni Severódónetsk.

Úkraínsk stjórnvöld hafa gefið það út að þau muni ekki samþykkja vopnahlé ef skilyrðin fyrir því eru þau að Rússar fái úkraínskt landssvæði í staðinn. 

mbl.is