Samþykktu að veita samkynja hjónaböndum alríkisvernd

Óljóst er hvort frumvarpið verði að lögum.
Óljóst er hvort frumvarpið verði að lögum. Michael M. Santiago/Getty Images/AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem snýr að því að veita samkynja hjónaböndum alríkisvernd.

Óttast hefur verið að Hæstiréttur Bandaríkjanna afturkalli viðurkenningu samkynja hjónabanda eftir að hann snéri við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði konum rétt til þungunarrofs.

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Clarence Thom­as, sem greiddi at­kvæði með því að fella úr­sk­urðinn úr gildi, skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyr­ir því að end­ur­skoða þyrfti fleiri dóma sem meðal annars fela í sér rétt­inn til aðgengi að getnaðar­vörn­um, rétt­inn til að vera í sam­kynja sam­bönd­um og sam­kynja hjóna­bönd­um.

Demókratar fara fyrir frumvarpinu.
Demókratar fara fyrir frumvarpinu. Michael M. Santiago/Getty Images/AFP

Alls greiddu 267 atkvæði með frumvarpinu en 157 gegn því, en Demókrataflokkurinn er með meirihluta í fulltrúadeildinni. 47 þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við demókratana.

Óljóst er hvort málið nái í gegn í öldungadeildinni, sem er efri deild Bandaríkjaþings, en þar eru demókratar með 50 sæti af 100 og myndi þá vanta tíu atkvæði repúblikana til að koma málinu í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert