Sprenging í vopnabúri Rússa á Krímskaga

Sprengingin varð klukkan 6:15 á íslenskum tíma.
Sprengingin varð klukkan 6:15 á íslenskum tíma. AFP

Sprenging varð í vopnabúri rússneska hersins á Krímskaga í nótt. 

Rússneska utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis, en talið er að sprengingin stafi af því að eldur hafi brotist út í vopnageymslunni og þannig virkjað sprengjurnar sem þar eru geymdar. 

Sprengingin varð klukkan 3:15 á íslenskum tíma, nálægt þorpinu Mayskoye í Dzhankoi héraðinu á Krímskaga. 

mbl.is