Önnur umferð framundan í Brasilíu

Lula ásamt eiginkonu sinni Rosangela „Janja
Lula ásamt eiginkonu sinni Rosangela „Janja" da Silva í gær. AFP/Caio Guatelli

Önnur umferð forsetakosninga er framundan í Brasilíu þar sem fyrrverandi forsetinn og vinstrimaðurinn Luiz Inacio Lula da Silva etur kappi við núverandi forseta landsins, hægrimanninn Jair Bolsonaro.

Lula, sem er 76 ára, hlaut 48,4% atkvæða í forstakosningunum og tókst því ekki að ná þeim 50 prósentum atkvæða sem þörf er á til að komast hjá annarri umferð.

Jair Bolsonaro.
Jair Bolsonaro. AFP/Evaristo Sa

Bolsonaro, sem er 67 ára, hlaut fleiri atkvæði en búist var við og endaði með 43,2%.

Fyrir kosningarnar, sem fóru fram í gær, var Lula spáð 50% atkvæða og Bolsonaro 36%.

Önnur umferð kosninganna fer fram 30. október.

mbl.is